mynd af Óttari

Óttar Þór

Óttar heiti ég og er nemi í hugbúnaðarverkfræði við Háskóla Íslands. Ég hef aldrei unnið við það sem ég er að læra og mig langar að breyta því. Ég er með öfluga grunnreynslu á mjög breiðu sviði í hugbúnaðarþróun og fór m.a. í skiptinám til Kaupmannahafnar þar sem ég einblíndi á machine learning og eyði í augnablikinu mestum tíma í vefþjónustur og vefforritun. Þrátt fyrir að hafa ekki unnið í hugbúnaði, hef ég unnið mörg mismunandi störf, sem að nýtast mér klárlega, þar sem ég er ekki ókunnugur því að leggja hart að mér og að vinna í fjölbreyttu teymi. Ég er mjög góður að læra nýja hluti hratt og aðlagast vel. Ég er einnig mjög félagslyndur og hress náungi almennt.

ottarthor@gmail.com

6981830

Hugbúnaðarverkfræði BS, HÍ

1. ár

  • Eðlisfræði 1 V
    9,0
  • Línuleg algebra
    10,0
  • Stærðfræðigreining I
    9,0
  • Stærðfræðimynstur
    9,0
  • Tölvunarfræði 1
    9,0
  • Stærðfræðigreining II
    7,5
  • Tölvunarfræði 2
    9,5
  • Viðmótsforritun
    9,0
  • Greining og hönnun stafrænna rása
    10,0
  • GHSR - verklegt
    10,0

2. ár

  • Machine Learning A
    metið
  • IT-project management
    metið
  • Machine Learning B
    metið
  • Modelling and Analysis of data
    metið

Skiptinám

Haustið 2021 fór ég í skiptinám til Kaupmannahafnar í Københavns Universitet. Þar lagði ég áherslu á machine learning og gagnavinnslu í áfangavali og fékk góðan grunn í því. Ég lærði mikið á dvölinni bæði um viðfangsefni námskeiðanna en einnig hvernig maður bjargar sér í ýmsum aðstæðum.

3. ár

  • Tæknistjórnun
    8,5
  • Stærðfræðigreining III
    8,5
  • Vefforritun 1
    9,0
  • Hugbúnaðarverkefni 1
    10,0
  • Gagnasafnsfræði
    9,0
  • Vefforritun 2
    núna
  • Töluleg greining
    núna
  • Líkindareikningur og tölfræði
    núna
  • Hugbúnaðarverkefni 2
    núna
  • Stýrikerfi
    núna

FoodJournal

Í áfanganum Hugbúnaðarverkefni 1, er verkefnið yfir alla önnina að byggja full stack vefsíðu frá grunni. Við gerðum vefsíðu með Java spring bakenda og HTML og Thymeleaf framenda. Ég og hópfélagar mínir gerðum verkefnið FoodJournal sem er uppskriftagagnagrunnur með dagatals virkni. Það er, að notandinn setur inn sínar uppskriftir í gagnagrunninn, í gefnu sniði sem við gerðum sem hefur hashmap fyrir innihaldsefni og magn af þeim í uppskrift, lýsingu á hvernig skal matreiða gefinn rétt og boolean breytur eins og vegan eða gluten free svo eitthvað sé nefnt. Síðan getur notandinn sett þessar uppskriftir á daga í dagatalinu til að plana innkaup og matarneyslu. Síðan er virkni eins og import recipe sem leyfir notendum að deila uppskriftum með öðrum notendum og innkaupa listi sem tekur öll innihaldsefni í rétt sem er búið að setja í dagatalið og gerir innkaupalista með þeim. Núna erum við í Hugbúnaðarverkefni 2, þar sem að við erum að vinna í Android appi fyrir verkefnið og laga það sem betur hefði mátt fara.

foodjournalfoodjournal

Starfsreynsla

Faxaflóahafnir

Sumur 2017-2021

Sumrin 2017 og til og með 2021 vann ég hjá Faxaflóahöfnum í viðhaldi á hafnarsvæðum þeirra. Starfið snerist aðallega að því að mála, slá gras og græja hina ýmsu hluti. Ég vann þar með jafnöldrum mínum og síðustu 3 árin var ég hópstjóri yfir einum af tveimur hópum.

Lystigarðar

September 2019 - Maí 2020

Ég vann einn vetur hjá Lystigörðum, sem er lítið fyrirtæki sem sérhæfir sig í skrúðgarðyrkju og að byggja lóðir og garða frá grunni. Þetta var mikil líkamleg erfiðisvinna oft á tímum og við fórum oft vikur í senn út á land að vinna í lóðum þar. Dæmi um verkefni er að höggva út flísar eða saga, leggja grjót í bílastæði og að leggja torfur og mosa.

Wagamama Fredriksberg

Mars 2022 - Ágúst 2022

Eftir skiptinámið mitt í Danmörku, sem lauk í lok Janúar, fór ég að vinna hjá veitingastaðnum Wagamama sem kokkur. Þar þurfti ég að læra margt nýtt á stuttum tíma undir mikilli pressu þar sem að ég hafði enga fyrri reynslu í eldhúsi. Þar var oft mjög mikið að gera og mikil pressa að koma mat út á réttum tíma. Þar kynntist ég fólki allstaðar að, þar sem að enginn sem vann í eldhúsinu með mér var Danskur. Auk þess lærði ég að gera alls kyns rétti og matreiðsluaðferðir.

Noztra Creative Studio

Október 2022 -

Samhliða skóla í vetur hef ég unnið hjá Noztra Creative Studio. Það er staður sem býður fólki upp á að mála keramík og glerjar og brennir hana fyrir þau. Þar hef ég bæði unnið fyrir aftan í brennslu og glerjun, og frammi sem þjónn og kaffigerðarmeistari.

DJ

2018 -

Frá 2018 hef ég tekið að mér að spila á skólaviðburðum sem plötusnúður. Bæði í menntaskóla og háskóla. Nýlega hef ég verið að leggja meira í það og er að fara að spila niður í bæ á næstunni.

Kunnátta

Javascript

Java

Html og css

MySQL og Postgres

React

Python

Typescript

Git

ExpressJs

SQL

R

Matlab

Kotlin